FH

Ég sótti Íslandsmeistarana í karlaboltanum heim í gær en FH er það félag sem hefur lagt sig fram um að hitta alla frambjóðendur í formannskjörinu. Fundurinn var skemmtilegur, líflegur og jafnvel dýnamískur og ég held að við höfum náð nokkuð vel saman.

Ég áttaði mig á að kannski væri ákveðinn misskilningur í gangi. Sumir virðast halda að ég standi fyrir sjónarmið sem ég hef aldrei látið uppi. Margir hafa tekið til máls um fótbolta og er það vel. Sumir sem taka til máls hafa hins vegar lítið vit á fótbolta og það er líka allt í lagi, enda auðvelt að svara því sem er rangt sem og taka undir það sem er rétt. Það er hluti af því að búa í lýðræðissamfélagi.

Ég hvet fólk til að hlusta á það sem ég segi en ekki ákveða fyrirfram hvað ég er að segja. Ég er fyrst og fremst í þessu framboði af ástríðu fyrir fótbolta - fótbolta fyrir alla!

 

Halla Gunnars 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað áttu við með fótbolta fyrir alla? Því allir sem áhuga hafa á fótbolta geta í dag æft og keppt í fótbolta . Það væri gott að fá svar við þessu. 

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 14:19

2 identicon

Það er ómögulegt fyrir þig að ætlast til að maður kjósi þig á meðan þú heldur á lofti flaggi vinstri grænna (og ekki reyna að neita fyrir það).  Að auki tel ég ómögulegt að halda uppi þeirri stefnu að ætla að jafna kjör karla og kvenna í boltanum... enda ekkert nema aldraðar ömmur og mömmur kvenna í fótbolta sem nenna að sækja völlinn - litlar tekjur að fá þar.  Gangi þér nú samt vel en vandaðu framkomuna... það nennir engin að hafa tuðandi formann, hvort sem er karl eða kona.

Freysi (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 15:06

3 Smámynd: Halla Gunnarsdóttir

ÍSÍ notarslagorðið Íþróttir fyrir alla, ekki vegna þess að það geti ekki allir stundað íþróttir, heldur einmitt til þess að hvetja fólk enn frekar til þess. Fótbolti fyrir alla er slagorð af sama meiði. 

Freyr: Ég get ekki séð að stjórnmálaskoðanir mínar komi þessu máli nokkuð við. Hvað seinni hlutann í athugasemd þinni varðar þá verð ég að játa að ég skil hana varla. Já og hver er að tuða?

Halla Gunnarsdóttir, 24.1.2007 kl. 15:46

4 identicon

Freysi, þetta er nú eitt það bjánalegasta komment sem ég hef séð á blogginu og er þó af nægu að taka.Hvernig í ósköpunum geta stjórnmálaskoðanir fólks skipt einhverju máli við val á formanni KSÍ?

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 20:49

5 identicon

www.krreykjavik.is

Þar er skorað á þig að svara spurningum!     

Áhugamaður (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 10:35

6 Smámynd: www.zordis.com

Gangi þér vel Halla!  Aðalmálið er að hafa hug og djörf!  Höfum gaman af þessu og gerum okkar besta!

www.zordis.com, 26.1.2007 kl. 22:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband