Tillögur fyrir landsþingið

Tillögur fyrir landsþingið eru komnar inn á heimasíðu KSÍ. Þær má nálgast hér.

Ég hvet alla áhugasama til að kíkja á þetta enda nokkrar góðar tillögur þarna. Mér líst t.a.m. mjög vel á tillögur um varalið í úrvalsdeildunum. Við í Þrótti-Haukum spiluðum þannig og ég held það hafi verið mjög gott fyrir okkur sem annars vermdum bekkinn, eða komumst jafnvel ekki svo langt, að spila í 1. deildinni.

Mér líst líka vel á markvarðatillöguna frá HK, þ.e. að markverðir í yngri flokkunum geti líka spilað sem útileikmenn. Markvörður a-liðs geti þá t.d. spilað sem útileikmaður í b-liði.  Ég held þetta skipti miklu máli í að þjálfa upp góða markverði. Þegar ég var að þjálfa var ég með sérstakar markmannsæfingar en ég man að það gat verið erfitt að halda krökkunum við efnið. Þau voru öll til í að vera tímabundið í marki, en sáu enga framtíð í því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Manstu Halla hvernig leikurinn í meistaraflokki kvenna fór um daginn hjá ÍR og KR?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2007 kl. 23:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband