19.2.2007 | 16:10
Jafnréttisstefna KSÍ
Ég fagna svo sannarlega ákvörðun stjórnar KSÍ um að skipa starfshóp til vinna tillögur um jafnréttisstefnu. Sýnist líka að reynslumikið og öflugt fólk skipi hópinn og það verður spennandi að sjá tillögurnar.
Svo er gaman að segja frá því að Geir Þorsteinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að "í aðdraganda formannskosninganna hafi komið fram ásakanir um að jafnræðis og jafnréttis væri ekki gætt innan hreyfingarinnar en þó að stjórnin teldi að þessar ásakanir ættu ekki við rök að styðjast, hefði hún talið rétt að setja sér jafnréttisáætlun, því knattspyrnuhreyfingin væri landssamtök opin öllum."
Enn og aftur, krúttilegt.
En til hamingju KSÍ með þessa góðu ákvörðun.