Platini

Michel Platini hefur verið kjörinn forseti UEFA. Ég held að það hafi án efa verið skynsamlegra hjá Íslendingum að styðja Platini því að Johanson var orðinn dálítið gamall og kannski búinn að vera forseti aðeins of lengi, ein 16 ár! Platini kann greinilega að sigra enda lagði hann strax til að Johanson yrði kjörinn heiðursforseti UEFA. Ég á dálítið bágt með að skilja af hverju Johanson tók þennan slag en kannski vegna þess að honum ætlaði ekki að takast að hafa eigin arftaka við stjórnvölinn. Það er alltaf hættulegt þegar menn geta ekki séð af völdunum og vilja halda áfram um stjórnartaumana bak við tjöldin.

En leitt þykir mér að Eggert Magnússon skuli ekki hafa náð að halda sæti sínu í stjórn UEFA. Hann hafði reyndar áður sagt að hann myndi ekki gefa kost á sér til  áframhaldandi setu ef honum tækist að festa kaup á West Ham. Ekki veit ég hvað varð til þess að hann skipti um skoðun en hitt er víst að það væri íslensku knattspyrnunni til framdráttar að hafa Íslending í stjórn UEFA, hvort sem hann á enskt knattspyrnulið eða ekki. 

Halla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband