Olga Onatop

Með hressilegri fótboltaliðum sem ég hef spilað með var hið stórgóða lagerteymi Olga Onatop. Þar spilaði lagerinn í Sól-Víking við skrifstofurassana á efri hæðinni. Skemmst er frá því að segja að blókirnar gersigruðu okkur í hverjum einasta leik. Ég reyndi einu sinni að taka gömlu landsliðstaktíkina og heimta að við pökkuðum í vörn og settum einn leikmann fremst sem fengi það hlutverk að skora. Þetta gekk furðuvel og í hálfleik var staðan 1-0 fyrir skrifstofuna. Við náðum svo að skora eitt mark í upphafi seinni hálfleiks og þá hljóp heldur mikið kapp í mína menn sem sóttu af svo mikilli hörku að þeir drifu aldrei í vörn og við fengum á okkur 11 mörk ef ég man rétt. Meðan stóð ég í vörninni og hrópaði stöðugt á menn að koma sér til baka.

 

En leikurinn var skemmtilegur og ég ætla svo sem ekkert að fara nánar út í uppskeruhátíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband