182 stuðningsmenn

Í dag er vika síðan Halla gaf kost á sér til formanns KSÍ. Viðbrögð við framboðinu hafa verið mjög mikil og góð. Talsverð umræða hefur átt sér stað um stöðu knattspyrnunnar og hlutverk Knattspyrnusambands Íslands í fortíð, nútíð og framtíð.

Undanfarna 3 sólarhringa hafa 182 einstaklingar skráð sig sem stuðningsmenn Höllu hér á síðunni. Þar fyrir utan hafa henni borist gjafir, kveðjur og hvatning frá ótal aðilum nær og fjær. Meðbyrinn er hlýr og notalegur.

Að lokum er rétt að benda á stuðningsmannasíðuna, fyrir þau ykkar sem ekki hafa skráð sig, og stuðningsmannareikninginn fyrir þau ykkar sem viljið leggja fram fjármagn til kosningabaráttunnar.

 

Stuðningsmenn Höllu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu margir af þessum 182 einstaklingum hafa kosningarétt á KSÍ þinginu?

Guðjón (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 21:49

2 identicon

Ég er hrædd um að þeir séu mjög fáir. Ég veit þó að aðildarfélögin taka Höllu orðið alvarlega og nokkur hafa lýst yfir stuðningi. Sá stuðningur sem hér kemur fram er þó afar brýn skilaboð til forystunnar um að fólkið í landinu vilji sjá breyttar áherslur hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Mér finnst mikilvægt að ný stjórn KSÍ (vonandi undir forystu Höllu) taki tillit til þess.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ég er ein af þeim sem hef átt í miklum vandræðum með að skrá mig á stuðningsmannalistann en hef gert ítrekaðar tilraunir. 

Ég lýsi hér með yfir stuðningi mínum við framboð Höllu vegna þess að hún er algerlega framúrskarandi dugleg og hefur mikinn áhuga á fótbolta, heldur er hún einfaldlega hæfasti frambjóðandinn með bestu baráttumálin. Ég tel að brennandi áhugi hennar, réttlætiskennd og lífssýn munu verða til að virkja mjög marga til þátttöku og efla fótbolta sem almenningsíþrótt. Vegur kvenna mun batna undir hennar forystu en einnig vegur karla, það er ég viss um. Með hana í fararbroddi myndi KSÍ hreinlega græða alveg helling og ég treysti henni til þess að gera fótbolta að íþrótt fyrir alla, bæði konur og karla, jafnt sem stelpur og stráka. Einnig held ég að hún sé bara svo ábyrg og skynsöm kona með mikinn drifkraft að henni tækist jafnvel að koma með fleira en það sem ég get séð fyrir í svo stuttu máli sem gæti komið íslensku þjóðinni á óvart. Ég treysti henni einnig til að fara vel með það uppeldis- og forvarnarhlutverk og starf sem boltinn getur verið fyrir börn og unglinga.

Áfram Halla, frú forseti KSÍ!

Styðjum Höllu - í einu sem öllu!

Andrea J. Ólafsdóttir, 25.1.2007 kl. 23:00

4 identicon

Hvaða reynslu hefur þú af stjórnunarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar?

Knattspyrnukona (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 08:32

5 identicon

Sæl Halla. Mér þætti gaman að vita hvernig þú hyggst taka á þessum vandamálum sem herja á íslenska knattspyrnu, þ.e. hvaða lausnir sérð þú við þeim? Ég vona að þú getir svarað þessu því ég er mjög sammála því sem þú ert að segja en það væri gaman að vita hvernig þú myndir taka á þessum málefnum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 00:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband