22.1.2007 | 23:14
Kæru félagar
Sem kunnugt er hefur Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður, ákveðið að gefa kost á sér til embættis formanns KSÍ. Næstu vikur munu því verða talsvert annasamar í að kynna málefni Höllu fyrir sem flestum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Við óskum eftir þínum stuðningi við kosningabaráttuna. Ef þú hefur tíma til aflögu sendu okkur endilega póst á Kára, karigy@hi.is og við verðum í sambandi.
Opnaður hefur verið reikningur til að standa straum af kostnaði við kosningabaráttuna, s.s. ferðalög og símreikning. Reikningsnr. er: 0323-13-700581, kt. 0801812999.
Með von um góð viðbrögð.
Bestu kveðjur
Stuðningsmenn Höllu Gunnars
Athugasemdir
Það var gæfudagur í íslensku skáklífi þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var kjörin forseti Skáksambands Íslands: Ung, djörf og áræðin, knúin áfram til að láta gott af sér leiða.
Mér hugnast áherslu Höllu Gunnarsdóttur afar vel: að stórefla starf meðal barna og ungmenna.
KSÍ hefur verið stjórnað af einlitum karlahópi í áratugi, sem einblínir á árangur karlalandsliðsins. Það landslið er nú í kringum 100. sæti á heimslistanum.
Kannski væri staðan öðruvísi ef karlaklúbburinn í KSÍ hefði lagt mestan metnað í æskulýðsstarf -- þá ættum við bæði blómlegt fótboltalíf og frambærilegt landslið.
Baráttukveðjur -- fram til sigurs!
Hrafn Jökulsson, 23.1.2007 kl. 13:10
Ertu nokkuð að grínast?
Við getum fengið Geir sem hefur yfirburðaþekkingu á málefnum KSÍ og mér bara finnst enginn annar koma til greina.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 15:01
Glæsilegt hjá þér Halla. Margt gott má segja um stjórnun KSÍ undanfarin ár undir forustu Eggert Magnússonar. En nú er komin tími á ferska vinda. Og Heimir. Geir hefur örugglega mikla þekkingu á sínu sviði. Það efast enginn um. Í honum vitum við hvað við höfum. Skiptum um forustu. Áfram Halla!
Sveinn Ingi Lýðsson, 23.1.2007 kl. 16:19
stend með Höllu
Ólafur fannberg, 23.1.2007 kl. 16:22